Hvað er hægt að gera í eurovisionborginni?

Erasmus-brún í Rotterdam skartaði fallegum litum eftir að tilkynnt var …
Erasmus-brún í Rotterdam skartaði fallegum litum eftir að tilkynnt var að Euroivision-færi fram í borginni árið 2020. mbl.is/AFP

Margir eru líklega þegar byrjaðir að huga að eurovisionfríinu sínu á næsta ári en söngvakeppnin fer fram í Rotterdam í Hollandi. Það er auðvelt að komast til Rotterdam en hvað er eiginlega hægt að gera á milli keppna í hafnarborginni Rotterdam? Á vef Independent má finna góðar hugmyndir að góðu fríi í Rotterdam. 

Skoða borgina á hjóli

Eins og víðsvegar um Holland er mikil hjólamenning og það ætti því ekki að koma á óvart að mælt sé með því að skoða arkitektúr borgarinnar á hjóli. 

Upplifa bjórmenninguna

Í stað þess að drekka bjór sem til er úti um allan heim er mælt með því að fara og skoða minni brugghús og drekka nýjan og spennandi bjór. 

Maturinn

Matarmenningin í Rottardam er ekki síðri en bjórmenningin. Meðal annars er mælt með því að fara og borða á veitingastaðnum Rottertram. Veitingastaðurinn er í gömlum sporvagni sem keyrir um borgina á meðan gestir borða fjögurra rétta máltíð. 

Matarsporvagninn Rottertram.
Matarsporvagninn Rottertram. ljósmynd/Rottertram.

Aftur í tímann

Borgin fór illa út úr seinni heimsstyrjöldinni. Ef farið til Delhaven í vesturhluta hennar má sjá gömlu borgarmyndina. Þar má meðal annars sjá gamlar byggingar, bátaskurð og vindmyllu. Hægt er að nálgast staðinn með sporvagni frá miðborginni. 

Skemmtu þér á safni

Skemmtilegur húmor einkennir náttúruminjasafnið í Rotterdam. Þar er að finna sýningu sem sýnir hvernig dýr hafa drepist á óvenjulegan hátt. Til dæmis er þar að finna broddgölt sem drapst eftir að hafa fest hausinn í McFlurry-boxi. 

Listasöfn

Listasöfn eru úti um allt en það er skylda að heimsækja Kunsthal-listasafnið. 

Vatna-taxi

Rotterdam er hafnarborg og því ekki bara leigubílar á götum borgarinnar heldur einnig á sjónum. 

Rotterdam.
Rotterdam. mbl.is/AFP

Markaðsrölt

Það er ómissandi að rölta um matarmarkaði í erlendum stórborgum. Marmarkaðir í Rotterdam eru fjölmargir en einn sá frægasti er Markthal. 

Taktu áhættu

Hægt er að fara upp í Euromast-turninn og svo niður í reipi heila 100 metra. 

Fljótandi garður

Það er eðlilegt að fara í fallega almenningsgarða í útlöndum. Endurvinnslugarðurinn í Rotterdam er þó einstakur en hann er fljótandi og meðal annars byggður úr endurunnu plasti. 

View this post on Instagram

Our Recycled Park gives shelter to animals in an urban area. 🦢

A post shared by Recycled Island Foundation ♻️ (@recycled_island_foundation) on Mar 22, 2019 at 2:53am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert