Var gert að yfirgefa flugvél vegna klæðaburðar

Aubrey O'Day.
Aubrey O'Day. AFP

Bandaríska raunveruleikastjarnan Aubrey O'Day lenti í óskemmtilegu atviki þegar henni var skipað að skipta um föt í flugi með flugfélaginu American Airlines í september. O'Day útskýrði atvikið betur á dögunum í viðtali við People. 

O'Day segist hafa verið á leiðinni heim frá Bahama-eyjum og hent sér í blússu með f-orðinu. 

„Þau komu upp að mér rétt eftir að fólk var búið að setjast og báðu mig um að yfirgefa vélina. Þau sögðu að flugþjónar væru móðgaðir vegna blússunnar sem ég var í,“ sagði O'Day og tók fram að lagalegi rétturinn væri með flugþjónunum. 

„Sko, ég er með milljón fylgjendur, eru þið viss um að þið viljið ekki gefa mér séns. Þau sögðu þá að ég gæti yfirgefið vélina og keypt mér eitthvað. Af því ég var ekki með nein föt með mér. Ég var bara með veskið mitt.“

Eftir að kona við hliðina á henni bauð henni blússu kom upp sú hugmynd að stjarnan sneri blússunni sinni við. „Leyfið mér þá að sitja hérna og snúa bolnum mínum öfugt með brjóstin fyrir framan alla vél,“ sagðist O'Day hafa sagt. Hún gerði það og segir að það hafi ekki misboðið starfsfólkinu en orðið á umræddri flík gerði það hins vegar. 

O'Day benti á að maður nálægt henni hefði verið með nakta konu húðflúraða á sig með kynfærahárum og öllu. Annar flugfarþegi var í bol merktum Trump. Hún fékk hins vegar að finna fyrir því að vera í flík með f-orðinu. 

mbl.is