Flugdólgur byrjaði á því að æla í hár farþega

Flugfarþegi birti myndir af konunni æluköggla í hárinu.
Flugfarþegi birti myndir af konunni æluköggla í hárinu. Skjáskot/Twitter

Flugfarþegar í morgunflugi frá Chicago til Baltimore á dögunum lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu en flugdólgur gerði þeim lífið leitt. Ung kona í flugvélinni átti þó líklegast erfiðast en hún fékk ælu í hárið. Twitter-notandinn Cassidy Smith greindi frá öllu sem gerðist á Twitter. 

Tíst Smith sýna hvernig maðurinn ældi í hár ungra konu og reyndi flugfreyja meðal annars að ná ælunni úr hárinu með erfiðismunum. Maðurinn var ekki í neinu standi til þess að fljúga svo ákveðið var að vísa honum úr vélinni. Voru farþegarnir að vonum ánægðir en þó ekki lengi. Smith greinir frá því að ákveðið hafi verið að vísa öllum farþegum úr vélinni með enn frekari töfum til þess að þrífa vélina. Það eina jákvæða við það var líklega að unga stúlkan með æluna í hárinu náði að skola hárið almennilega. 

Hér fyrir neðan má sjá beina lýsingu Smith frá flugferðinni. 

mbl.is