Hvað kostar að hoppa í sólina um helgina?

Það væri huggulegegra að skella sér í sólbað í nóvember …
Það væri huggulegegra að skella sér í sólbað í nóvember í stað þess að þurfa skafa rúðurnar á bílnum á morgnana. mbl.is/Getty Images

Hvað með að taka skyndiákvörðun og skella sér bara á sólarströnd um helgina? Flugmiðinn þarf ekki að vera dýr. Óvísindalega könnun á verði á flugmiðum til Alicante og Tenerife um helgina aðra leið sýndir að auðveldlega má ná sér í smá sól fyrir minna en 25. þúsund krónur. Þá er sjálfsögðu hvorki heimleið né gisting tekin með í reikninginn.  

Blaðamaður leitaði á leitarvefnum Dohop að ódýru flugi aðra leiðina frá Keflavík til Alicante annars vegar og Tenerife hins vegar. Í ljós kom að flugfélagið Norwegian bauð best ef leitað var að flugi með eins dags fyrirvara fyrir fimmtudaginn 31. október 2019.

Nú er bara að hrökkva eða stökkva. Stundum verða ferðalögin bara skemmtilegri þegar fyrirvarinn er stuttur. Hvern dreymir að minnsta kosti ekki um að byrja nóvember í yfir 20 stiga hita og sól?

Flug á innan við 20 þúsund til Tenerife. Þetta flug …
Flug á innan við 20 þúsund til Tenerife. Þetta flug kostar 17.496 krónur.
Hægt er að fá ódýrt flug til Alicante. Þettta flug …
Hægt er að fá ódýrt flug til Alicante. Þettta flug kostar 24.500 krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert