Flugvallarstarfsmenn gerðu snjókarl á vellinum

Flugvallarstarfsmennirnir unnu saman að gerð snjókarlsins.
Flugvallarstarfsmennirnir unnu saman að gerð snjókarlsins. Skjáskot/Instagram

Flugvallarstarfsmenn á flugvellinum í Denver í Bandaríkjunum voru gripnir glóðvolgir, eða kannski ískaldir, við gerð snjókarls nú á dögunum. 

Þrír karlmenn, klæddir í skærlitaða galla, náðust á myndband þar sem þeir unnu saman að því að rúlla saman snjókarlinum við hliðina á flugvél Frontier Airlines. 

Jógakennarinn Abigail Ladd náði myndbandi af flugvallarstarfsmönnunum kampakátu og setti á Instagram. 

Óvenjumikill snjóþungi er í Denver um þessar mundir en nú í vikunni var mesti snjóstormur í nóvember síðan 1994. Það er meðal annars ástæðan fyrir því að ekki var meira að gera hjá flugvallarstarfsmönnunum en samgöngur gengu hægt fyrir sig um stund en yfir 475 flugferðum til og frá Denver var aflýst eða seinkaði.

View this post on Instagram

Building a snowman at the Denver airport! ❤️❤️☃️

A post shared by Abigail Ladd (@abigailladdcoach) on Nov 26, 2019 at 1:20pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert