Flygli stolið af hóteli á Ítalíu

Lök af hótelum hverfa gjarnan.
Lök af hótelum hverfa gjarnan. mbl.is/Árni Sæberg

Það er al vanalegt að hinir ýmsu hlutir hverfi af hótelherbergjum eftir að fingralangir gestir hafa dvalið þar. Í könnun frá Wellness Heaven sem skoðaði 1.157 hótel í Evrópu kemur fram að handklæði, sloppar og herðatré séu það sem hverfur oftast af hótelherbergjum. 

Sé skoðað lengra niður listann af hlutum sem er stolið af hótelum má finna furðulegustu hluti sem fólki dettur í hug að taka með sér heim eftir dvöl á fínu hóteli. Í fjórða og fimmta sæti eru pennar og hnífapör sem kemur kannski ekki mikið á óvart.

Allir þessir hlutir eru smágerðir eða hentugir til þess að pakka niður í ferðatösku. Listaverk eru vinsælt þýfi á meðal hótelgesta og einnig eru lök það. Meðal skrítnustu hlutanna sem teknir eru af hótelherbergjum eru sturtuhausar, klósettsetur og herbergisnúmer. Einnig hafa uppstoppuð dýr verið tekin af hótelum og af hóteli nálægt Salzburg í Austurríki voru bekkir úr saunu teknir. 

Stærsti þjófnaðurinn sem kom fram í könnuninni komst klárlega ekki í ferðatösku en heilum flygli var stolið af hóteli á Ítalíu. 

mbl.is