Ætlaði að búa í París í fjóra mánuði

Carin Olson kann einstaklega vel við sig í París.
Carin Olson kann einstaklega vel við sig í París. Skjáskot/Instagram

Þeir sem hafa áhuga á að heimsækja París um þessar mundir, þegar verðlagið er meira viðráðanlegt og hótelin ekki eins fullbókuð og á háannatíma, gætu haft áhuga á síðu Carin Olson, sem ber heitið Fjórir mánuðir í París. Olson er fædd og uppalin í Stokkhólmi í Svíþjóð. Í janúar árið 2013 flutti hún alfarið til Parísar, eftir að hafa eytt fjórum mánuðum í borginni, þar sem hún vildi skilja franska menningu og tísku. 

„Ég hætti í vinnunni minni, sagði bless við vini og fjölskyldu til að upplifa langþráðan draum um að kynnast París. Eftir að ég kom aftur heim til Svíþjóðar ákvað ég að gera allt hvað ég gat til að flytja búferlum til Parísar. Ég gjörsamlega féll fyrir borginni og öllu sem hún hefur upp á að bjóða. París á fjórum mánuðum er mín leið til að koma upplýsingum til þeirra sem hafa áhuga á ferðalögum til Parísar. Hægt er að fylgjast með því sem ég geri, ferðalögum mínum, tísku og stöðum í gegnum síðuna mína,“ segir Olson á heimasíðu sinni. 

View this post on Instagram

A few minutes of sunshine... 😌

A post shared by Carin Olsson (@parisinfourmonths) on Dec 19, 2019 at 4:35am PST

View this post on Instagram

A little visit to Dior.com is never a bad idea 🙈 @dior #DiorOblique (Photo: @yleniacuellar)

A post shared by Carin Olsson (@parisinfourmonths) on Dec 16, 2019 at 1:12pm PST

View this post on Instagram

Winter days ❄️

A post shared by Carin Olsson (@parisinfourmonths) on Dec 6, 2019 at 6:07am PST





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert