Selur nektarmyndir til að eiga fyrir ferðalögunum

Myndirnar selur hún á Only Fans.
Myndirnar selur hún á Only Fans. skjáskot/Twitter

Ferðalangurinn og Instagram-fyrirsætan Kaya Gorbridge var fátækur námsmaður í Leeds í nokkrar vikur í september 2017. Henni leiddist hinsvegar að hafa varla í sig og á og þurfa að telja hverja krónu. 

Hún ákvað á skrá sig á vefsíðuna Only Fans sem er samfélagsmiðill sem aðstoðar notendur við að selja efni sitt til áskrifenda. Þar deilir hún nektarmyndum og nektarmyndbönum af sjálfri sér og áskrifendur að rásinni hennar þurfa að greiða fyrir efnið.

Nokkrum vikum seinna ákvað hún að hætta í háskólanum til að einbeita sér algjörlega að því að skapa efni fyrir Only Fans. Á fyrsta árinu þénaði hún rúmar 4 milljónir íslenskra króna. Í dag er hún með tæpar 5 milljónir á mánuði. 

Og þessar mánaðarlegu 5 milljónir notar hún til þess að ferðast. Hún á sitt eigið hús í Lancashire í Bretlandi. Hún er þó sjaldan heima hjá sér enda oft á ferðalagi. 

„Ég bjó fyrst til reikninginn minn á Only Fans í einhverjum hálfkæringi. Ég hugsaði bara með mér að ég skyldi prófa þetta. Mig grunaði ekki að þetta myndi breyta lífi mínu á þann hátt sem þetta hefur gert,“ sagði Gorbridge. 

„Ég elska að ferðast og sjá nýja staði. Ég elska að vera minn eigin yfirmaður, þar sem ég get unnið hvar sem er í heiminu. Síðan ég byrjaði á Only Fans er ég búin að heimsækja 20 löng. Ég fór með mömmu minni til Parísar, Póllands og Barselóna og ég hef eytt nokkrum mánuðum í Ástralíu,“ sagði Gorbrigde. 

Gorbridge hefur ferðast víða.
Gorbridge hefur ferðast víða. skjáskot/Twitter

„Ég er búin að ferðast um Ameríku, sá meira af Evrópu, fór síðan til balí og núna er ég að ferðast um Suðaustur Asíu. Ég vonast til þess að vera búin að fara til 30 landa í lok árs,“ sagði Gorbrigde. 

Gorbrigde nýtir líka tíma sinn í sjálfboðaliðastörf þar sem hún þarf ekki að vinna í margar klukkustundir á dag. Í janúar var hún sjálfboðaliði í hundaathvarfi í Koi Samiu í Taílandi. Hún stefnir að því að taka að sér fleiri þannig verkefni í framtíðinni. 

skjáskot/Twitter
mbl.is