Að vera flugþjónn á tímum kórónuveirunnar

Flugþjónar þann 16. mars í Los Angeles.
Flugþjónar þann 16. mars í Los Angeles. AFP

Á Íslandi þykir flugþjónastarfið almennt spennandi. Eins og staðan er í dag er starfið kannski ekki jafn eftirsóknavert og venjulega, að minnsta kosti breytist flugheimurinn hratt og mun færri flugvélar á lofti. Nokkrir flugþjónar í Bandaríkjunum lýstu upplifun sinni af starfinu á vef Insider. 

Margir töluðu um að starfið væri mun einmanalegra en vanalega. Fólk forðast að vera nálægt flugþjónum sérstaklega ef það er í einkennisklæðnaði sínum. Flugfarþegar eru auk þess sagðir vilja lítið með þjónustu flugþjóna að gera. Vinir og vandamenn koma jafnvel öðruvísi fram við fólk í greininni. 

Sumir flugþjónar út í heimi eru hræddir um að festast á áfangastöðum. Á mörgum stöðum er lítið opið og eru flugþjónar byrjaðir að pakka mat með í flug. 

Staðan í heiminum í dag breytist hratt og getur það verið erfitt fyrir marga. Mikil óvissa fylgir starfinu í dag. Flugáætlun margra breytist hratt og fólk getur þess vegna verið án vinnu. Eru margir hræddir um að fá ekki útborgað og missa vinnuna. 

Flugþjónar eru í framlínu.
Flugþjónar eru í framlínu. AFP

Sumir eru hræddir um að veikjast enda er mikil nálægð við annað fólk og flugþjónar hitta oft mjög marga en það fer eftir lengd fluga. 

Flugþjónn sem flýgur frá New York var einnig að vinna sem flugþjónn eftir hryðjuverkaárásina á Tvíburaturnana árið 2001. Flugþjónninn líkir ástandinu við ástandið þá.og segir litið um bros í flugvélum og mikið stress í gangi. 

mbl.is