McAdams heillaðist af Húsavík

Rachel McAdams heillaðist af Húsavík.
Rachel McAdams heillaðist af Húsavík. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Rachel McAdams var yfir sig hrifin af Húsavík. McAdams var hér á landi fyrir tökur á Netflix-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Kvikmyndin var meðal annars tekin upp á Húsavík. 

Í viðtali við Fox News lýsti McAdams upplifun sinni af Húsavík og segir það hafa verið ótrúlegt að vakna og sjá snæviþakin fjöllin. „Það var magnað að vakna á hverjum degi og sjá fjöllin snæviþakin og hafið. Að sjá skipin og hvalaskoðunarbátana sigla úr höfn. Og maturinn var einstakur, ferskur fiskur og ég gæti talað endalaust um Ísland,“ sagði McAdams. 

Hún sagðist hafa fundið fyrir miklum innblæstri á Íslandi og að það hafi verið auðvelt að koma sér í karakter fyrir tökurnar. 

Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 26. júní á Netflix. 

mbl.is