Lína Birgitta og Gummi „kíró“ skelltu sér til Berlínar

Gummi og Lína fara að öllu með gát á leið …
Gummi og Lína fara að öllu með gát á leið til Berlínar. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir og kærastinn hennar, stjörnukírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, hafa greinilega verið orðin mjög ferðaþyrst í heimsfaraldrinum en þau eru nú stödd í Berlín í Þýskalandi. 

Lína og Gummi fara þó að öllu með gát á ferðalaginu en Lína birti mynd af þeim með andlitsgrímur í fluginu á Instagram. 

Óljóst er í hvaða erindagjörðum þau eru í Berlínarborg, öðrum en að svala ferðaþorstanum og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða. 

View this post on Instagram

Loksins 🛫

A post shared by Gudmundur Birkir Palmason (@gummikiro) on Jun 26, 2020 at 4:06am PDT

mbl.is