Sumar án Bandaríkjamanna

Vegna ferðatakmarkana er rólegra á fjölsóttum ferðamannastöðum víða um Evrópu. Bandaríkjamenn fá enn ekki að heimsækja Evrópu og fyrir staði eins og Ítalíu, þar sem stór hluti gesta á hverju ári eru Bandaríkjamenn er þetta mikil breyting. 

Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hafa þurft að laga sig að þessu breytta umhverfi og skipuleggja nú færri ferðir og ferðir sniðnar að færra fólki. Færri bátar sigla um hafnirnar og engar umferðateppur eru vegunum við Amalfi strandlengjuna. 

Ítalir taka þessu fagnandi og hafa verið duglegir við að ferðast innanlands. Eins og kemur fram í myndbandinu hér fyrir ofan fylgja því bæði kostir og gallar. Ítalir geta notið landsins síns í rólegheitum án erlendra túrista en fyrir ferðaþjónustufyrirtækin þýðir þetta tekjumissir. 

Ítalir eyða töluvert minna í ferðalögum innanlands heldur en til dæmis Bandaríkjamenn. Samkvæmt nýlegri rannsókn getur fjarvera Bandaríkjamanna þýtt tekjumissi upp á 1,8 milljarð evra fyrir ítalska hagkerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert