Fer löturhægt klukkan hálfátta

Stundum ferðast drottningin um England í lestinni sinni.
Stundum ferðast drottningin um England í lestinni sinni. Skjáskot/Instagram

Elísabet II Bretlandsdrottning ferðast oftast með almenningssamgöngum en stundum fer hún um landið í konunglegu lestinni sinni. Lífið um borð í lestinni getur verið um margt sérstakt, þetta kemur fram í bókinni Finding Freedom sem kom út í sumar og fjallar um Harry og Meghan. 

Í bókinni segir að í lestinni séu einkaherbergi fyrir drottninguna og gesti hennar; setustofa, borðstofa og skrifstofa. Koddaver Filippusar prins eru sögð venjuleg en koddaver drottningarinnar útsaumuð með blúndubryddingu.

Þá kemur fram að lestarstjórinn hægi verulega á lestinni klukkan hálfátta á kvöldin til þess að tryggja að ekki skvettist vatn úr baðkarinu á meðan drottningin er í baði.

Lestin er hugguleg að innanverðu.
Lestin er hugguleg að innanverðu. Skjáskot/Instagram
mbl.is