Notar ávexti á frumlegan hátt í stað þess að ferðast

Erin Sullivan elskar að ferðast og taka ljósmyndir af fallegum …
Erin Sullivan elskar að ferðast og taka ljósmyndir af fallegum stöðum. mbl.is/skjáskot Instagram

Þrátt fyrir þá staðreynd að fólk ferðast minna í raunheimum virðist fólk sjaldan eða aldrei hafa haft hugann jafnmikið við ferðalög. 

Meðal þeirra sem áhugavert er að fylgjast með um þessar mundir eru konur sem ferðast einar og segja sögu af því. Það sem þær eiga sameiginlegt er að þær tala allar um mikilvægi þess að vera hugrakkur og finna sjálfar sig á ferðalögum. 

Margar konur eru að bugast undan daglegum skyldum sínum sem mæður, eiginkonur, dætur og systur og leggjast því í ferðalög til að finna sig.

Fyrir þær sem sitja fastar heima er mælt með að skoða samfélagsmiðla Erin Sullivan. Hún segir að þótt mikilvægt sé að taka ljósmyndir á ferðalögum megi það ekki stela augnablikinu frá fólki þegar það sér eitthvað nýtt.

„Þegar ég tek ljósmyndir af landslagi er eins og ég sé að taka ljósmynd af þeim sem ég elska. Ég hef ferðast og tekið ljósmyndir lengi. Ég upplifi náttúruna í gegnum myndirnar mínar og geri það fyrir sjálfa mig að taka þær frekar en til að deila með fólki hvar ég hef verið til að fá athygli út á það.“

Nýjasta uppátæki hennar er að taka ljósmyndir af matvælum sem hún setur upp líkt og um landslag sé að ræða. Ástæðan fyrir þessu er án efa ferðahöft vegna kórónuveirunnar. Eitt er víst að það er hægt að segja alls konar sögur á tímum sem þessum. Ferðalögin verða svo farin fyrr en varir. 

View this post on Instagram

Would ya look at that? It’s an Instagram rest area among the watermelon. Stay as long as you’d like. Close your eyes, take a deep breath, allow yourself to be transported, if only for a moment. 🍉 ✧ One of the lessons that I am continually learning is that I don’t have to “do” all the time. I have to remind myself often that the rest–– the doing nothing, the long quiet afternoon, the aimless walk–– these are instrumental to understanding myself, and therefore to fulfilling my purpose here on Earth. For a long time I thought I needed permission to experience restfulness. There wasn’t enough time for a pause. Now I know nothing more crucial than that. 💗 ✧ This set is a study for a record jacket I am doing for @vinylmoonco. People ask about the process. I sketch it out, then I work with the materials. In this case, I’d cut the watermelon, stare at the watermelon, move the watermelon… and repeat... until I arrive at something I like. ✧ #ErinsGreatIndoors #OurGreatIndoors

A post shared by Erin Sullivan (@erinoutdoors) on May 26, 2020 at 5:26pm PDT

mbl.is