Airbnb-grínið vatt upp á sig

Dýnan úti á túni varð eftirsótt á Airbnb.
Dýnan úti á túni varð eftirsótt á Airbnb. Skjáskot/Airbnb

Vinir sem ákváðu í gríni að leigja út dýnu og náttborð úti á túni á Airbnb urðu ansi hissa þegar þeir fengu fjölda fyrirspurna um dýnuna. Dýnan var ádeila á verstu kostina sem eru til útleigu á Airbnb. 

Vinirnir Rhys Simmons og Jamie Kamaz halda úti youtuberásinni Passion Squad og var airbnb-tilraunin gerð fyrir rásina. Upphaflega stóð „eignin“ á Airbnb saman af dýnu, sæng, koddum, náttborði og tveimur vínglösum með vatni. Allt saman fengu þeir gefins gegnum Facebook. 

Þeir komu dýnunni svo fyrir á túni í Norður-London og auglýstu hana á Airbnb. 

Þeir bjuggust ekki við að fá nokkra einustu fyrirspurn um dýnuna en fljótlega fengðu þeir fjölda fyrirspurna frá fólki sem vildi gista þar.

Skjáskot/Airbnb
mbl.is