Playboystjarna beðin að hylja sig í flugi

Eva J. Marie krefst opinberrar afsökunar.
Eva J. Marie krefst opinberrar afsökunar. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætu og instagramstjörnu var gert að skipta um föt eða eiga á hættu að vera vísað frá borði. Konan segir að sér finnist hún hafa verið niðurlægð. Hún endaði á að fá lánaða peysu hjá flugþjóni um borð til að hylja sig. 

Fyrirsætan Eve J. Marie var á leið frá Dallas til Tulsa í Bandaríkjunum með sjö ára gömlum syni sínum þegar atvikið átti sér stað. Hún greindi frá málinu á samfélagsmiðlum og sagðist vera sérstaklega pirruð þar sem hún er tíður gestur hjá flugfélaginu Southwest Airlines sem hún var að ferðast með. 

„Ég var að lenda og ég er svo pirruð. Ég er að reyna að láta það ekki skemma daginn minn,“ sagði Marie meðal annars á Instagram. „Mér var bókstaflega næstum því vísað frá borði vegna fatanna minna, sem pirraði mig mikið því ég var í tengiflugi og enginn sagði neitt í fyrra fluginu,“ sagði Marie. 

Fötin sem Marie klæddist í fluginu.
Fötin sem Marie klæddist í fluginu. Skjáskot/Instagram

Hún segir að sér hafi fundist eins og hinar konurnar í fluginu hafi verið að dæma hana út frá útlitinu. Sem betur fer hafði ein flugfreyjan samkennd með henni og lánaði henni peysu til að hylja sig. Eftir að hún lenti í Tulsa hafði hún samband við flugfélagið og bað um afsökunarbeiðni en var í kjölfarið boðin 100 dollara inneignarnóta í skaðabætur. Hún var ekki ánægð með skaðabæturnar. 

Marie segir að enginn hafi getað sagt sér nákvæmlega til hvers væri ætlast af farþegum varðandi klæðaburð og fer fram á opinbera afsökun, betri leiðsögn til starfsfólks og sanngjarnar reglur um klæðaburð sem nái yfir alla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert