Nóttin á piparsveinasetrinu fokdýr

Lúxussetrið í piparsveinaþáttunum er staðsett í Kaliforníu.
Lúxussetrið í piparsveinaþáttunum er staðsett í Kaliforníu. Ljósmynd/Villa de la VIna

Bachelor-þættirnir hafa sjaldan verið vinsælli. Í þáttunum dvelja keppendur sem freista þess að hitta ástina í raunveruleikaþætti í glæsihýsi sem ber nafnið Villa de la Vina. Nú geta aðdáendur leigt setrið á Airbnb. 

Að leigja húsið sem hefur verið tökustaður fyrir þættina The Bachelor og The Bachelorette kostar reyndar ansi mikið. Á vef Cosmopolitan kemur fram að nóttin kosti 5.999 Bandaríkjadali eða um 825 þúsund íslenskra króna. 

Húsið er staðsett í Kaliforníu og er fólk að fá töluvert meira en bara hrein rúmföt og handklæði þegar það leigir húsið. Fyrir utan að vera á tökustað fylgir húsinu sundlaug, heitir pottar og útsýni yfir vínekrur. Í húsinu er auk þess sjö svefnherbergi og átta baðherbergi. mbl.is