Töfrandi einkaeyja Waldorf Astoria

Einkaeyja er Waldorf Astoria á Maldíveyjum er heillandi staður.
Einkaeyja er Waldorf Astoria á Maldíveyjum er heillandi staður. Skjáskot/Instagram

Waldorf Astoria-hótelkeðjan opnaði nýlega enduruppgerða einkaeyju sína í Maldíveyjaklasanum. Einkaeyjan er stærsta einkaeyjan á Maldíveyjum en þær eru um 1.200 talsins. 

Eyja Waldorf Astoria heitir Ithaafushi og á henni eru þrjár byggingar sem geta hýst 24 gesti: Tveggja herberga villa með inni- og útisturtu, baðkari og sundlaug; þriggja herbergja villa með tveimur sundlaugum og síðast en ekki síst ein fjögurra herbergja við ströndina.

Það er ekki ókeypis að gista á einkaeyju Waldorf Astoria en hægt er að leigja hana í heild sinni á 10 milljónir króna.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is