Gullfoss einn vinsælasti foss í heimi

Gullfoss er einn sá vinsælasti.
Gullfoss er einn sá vinsælasti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gullfoss er þriðji vinsælasti fossinn á Instagram um þessar mundir. Myllumerkið #Gullfoss hefur verið merkt við yfir 300 þúsund myndir á Instagram. Vefurinn Showerstoyou tók saman tölur um hvaða fossar í heiminum væru vinsælastir á samfélagsmiðlum.

Vinsælasti fossinn á Instagram er Níagara-fossar sem hefur verið merktur yfir 3,4 milljón sinnum. Iguazú-fossar í Argentínu eru í öðru sæti með yfir milljón myndir. 

Ferðamenn hafa lítið getað ferðast um heimin undanfarna 10 mánuði vegna kórónuveirunnar. Það hefur brotist út í mörgum ferðaminningum á Instagram en 59% notenda á samfélagsmiðlum eru tilbúin til að leggja á sig ferðalag til draumaáfangastaða sinna þrátt fyrir ferðatakmarkanir. 

Gullfoss er ekki eini íslenski fossinn á listanum en Skógafoss er í 5. sæti með 255 þúsund merkingar. Þá eru Viktoríufossar í Sambíu í 4. sæti. 

  1. Níagara-fossar
  2. Iguazú-fossar
  3. Gullfoss
  4. Viktoríufossar
  5. Skógafoss
  6. Multnomah-fossar
  7. Yosemite-fossar
  8. Seljalandsfoss
  9. Bridalveil-foss
  10. Snowualmie-fossar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert