Svakalegt sjósund tekið í höfninni

Svakalegt áhættuatriði sem endar í köldum vetrarsjó.
Svakalegt áhættuatriði sem endar í köldum vetrarsjó. mbl.is/skjáskot Instagram

Þótt erlendir ferðamenn geti ekki heimsótt Ísland eru fjölmargir að fylgjast með því hvað Íslendingar eru að gera þessa dagana. Á síðunni Everyday Iceland á Instagram má sjá nokkuð svakalegt áhættuatriði tekið niðri við höfn þar sem ungur karlmaður klæddur náttslopp rennir sér á svelli ofan í sjóinn.

Hann heldur á kaffibolla og virðist hvergi banginn eftir fallið. Svakalegt áhættuatriði sem enginn ætti að leika eftir. Ekki er vitað hvort atriðið er íslenskt eða jafnvel færeyskt en síðan Everyday Iceland er síða sem á að færa íslenskan varma í hjörtu fólks víðsvegar um heiminn og eru fylgjendur hennar nú orðnir 142.000 talsins. 

mbl.is