Flugi aflýst vegna lukkupeninga

Karlmaðurinn hafði pakkað peningunum inn í rauðan pappír.
Karlmaðurinn hafði pakkað peningunum inn í rauðan pappír. Ljósmynd/Weibo

Flugi í Kína var aflýst eftir að einn tilvonandi farþegi kastaði lukkupeningum inn í hreyfil vélarinnar. Vélin var á leið frá Weifang í Shandong-héraði til sumarfríseyjunnar Haikou í Hainan. 

Karlmaðurinn kastaði smápeningum í rauðum umbúðum inn í vélarhreyfilinn til að kalla gæfu yfir flugið. Starfsmenn á flugvellinum komu auga á peningana áður en vélin fór í loftið og létu áhöfnina vita. 

Smápeningar geta valdið skaða á hreyflum flugvéla sé þeim kastað inn í þá. 

Flugvélin var rýmd í kjölfarið, fluginu aflýst og það sett aftur á dagskrá daginn eftir. Þá hafði tekist að endurheimta alla spápeningana. Karlmaðurinn, sem kallaður var Wang í kínverskum fjölmiðlum, var handtekinn af lögreglu.

mbl.is