Bresk sjónvarpsstjarna ástfangin af Íslandi

Trinny Woodall er á Íslandi.
Trinny Woodall er á Íslandi. Skjáskot/Instagram

Breski snyrtivöruhönnuðurinn og sjónvarpsstjarnan Trinny Woodall er á landinu. Woodall sýndi frá þyrluskíðaferð sem hún fór með Arctic Heli Skiing í vikunni.

„Mig langar bara að deila því með ykkur að ég er á þessum töfrandi stað á Íslandi,“ sagði Woodall í story á Instagram í gær og sýndi húsin við Klængshól í Skíðadal. 

Woodall virðist algjörlega heilluð af Íslandi og sýndi frá þyrluskíðaferðinni. Henni varð tíðrætt um að staðurinn væri einstaklega töfrandi og að fámennt væri inn til landsins og uppi á jökli. 

Woodalll er stofnandi og framkvæmdastjóri snyrtivörumerkisins TRINNY LONDON.

mbl.is