„Þetta eru ekki herbúðir“

Lóló Rósenkranz er einn reyndasti einkaþjálfari landsins.
Lóló Rósenkranz er einn reyndasti einkaþjálfari landsins. Ljósmynd/Úrval Útsýn

Lóló Rósenkranz fer fyrir ferð til Tenerife á vegum Úrvals-Útsýnar í lok nóvember á þessu ári.  Lóló er einn reyndasti einkaþjálfari landsins en segir að þótt mikið verði um hreyfingu og almennt sprell í ferðinni hennar séu þetta engar herbúðir. Ferðin er ætluð fólki eldra en 60 ára. 

„Ég legg mikið upp úr því að hver og einn fái að njóta sín, bæði í hreyfingu og öðru. Ég verð með ýmislegt nostur í boði á hverjum degi og fólk getur valið í hverju það vill vera með. Ég býð líka upp á hreyfingu í vatni í sundlaugargarðinum fyrir þau sem það kjósa,“ segir Lóló í viðtali við mbl.is. 

Ferðinni er heitið á Amerískuströndina á Tenerife.
Ferðinni er heitið á Amerískuströndina á Tenerife. Ljósmynd/Úrval Útsýn

Ferðinni er heitið á eitt vinsælasta hótel eyjunnar fögru í suðri, La Siesta. Hótelið stendur á Amerísku ströndinni sem margir ættu að kannast við. Aðeins 200 metrar eru í sjóinn frá hótelinu og því stutt að skella sér á ströndina. 

Lóló hefur farið sem fararstjóri til Tenerife undanfarin átta ár. Hún segir það vera forréttindi að fá að vinna sem fararstjóri í svona ferðum og hlakkar til að komast loksins út eftir heimsfaraldurinn.

„Það er svo langt síðan maður fór síðast. Ég held að allir séu sammála um það sé gott að komast í annað andrúmsloft og láta dekra aðeins við sig. Við erum náttúrlega búin að eiga skrítna tíma og nú er kominn tími til að breyta því,“ segir Lóló. 

Ferðin verður farin 18. nóvember til 2. desember.

Lóló býður meðal annars upp á leikfimi í vatni.
Lóló býður meðal annars upp á leikfimi í vatni. Ljósmynd/Úrval Útsýn
mbl.is