Birgitta Líf flúði gulu viðvörunina til Tenerife

Ljósmynd/skjáskot Instagram

Eins og við mörg þekkjum virðist gul viðvörun oft vera ómissandi hluti af íslenska sumrinu en áhrifavaldurinn og markaðsstjóri World Class, Birgitta Líf Björnsdóttir, flúði með fjölskylduna til Tenerife. 

Birgitta er mætt á sundlaugarbakkann og nýtur lífsins með rúmlega þriggja mánaða syni sínum, Birni Boða, sem virðist vera í topp málum í uppblásnum hægindastól með áfastri sólhlíf. Litlu skinnin verða líka að fá að slaka á annað slagið.

Tenerife ferðin er önnur utanlandsferð drengsins eftir að hann kom í heiminn 8. febrúar síðastliðinn. Birgitta ferðaðist heimshorna á milli þegar hún var ófrísk og fór meðal annars á Am­al­fi-strönd­ina á Ítal­íu, á 50 Cent tón­leika í Lund­ún­um, í jóla­ferð til New York-borg­ar og í skvísu­ferð til Par­ís­ar.

Ungi drengurinn fór líka í sitt fyrsta þyrluflug til að fagna þriggja mánaða afmælinu sínu fyrir um tveimur vikum og var hinn slakasti.

Ungi veraldarvani drengurinn verður án efa heimsborgari eins og móðir sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert