Björn Leifsson sinnti afaskyldum á Spáni

Algjör sólarsæla!
Algjör sólarsæla! Samsett mynd

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, flúði páskahretið á Íslandi og dreif sig til Spánar ásamt sambýlismanni sínum, Enok Jónssyni, og tæplega tveggja mánaða gömlum syni parsins. Drengurinn kom í heiminn þann 8. febrúar síðastliðinn. 

Björn Leifsson, faðir Birgittu Lífar og nýbakaður afi, var einnig með för, enda nauðsynlegt að hafa afa með til að passa og dúllast í afastráknum.

Fjölskyldan naut góðra stunda í sólinni á Spáni og festi að sjálfsögðu fyrsta fjölskyldufríið á filmu, en Birgitta Líf deildi sólríkri myndaseríu með fylgjendum sínum á fimmtudag.

„Fyrsta fjölskyldufríið okkar,“ skrifaði Birgitta Líf við færsluna. 

Á góðri leið að verða heimsborgari

Spánarferðin var fyrsta ut­an­lands­ferð drengs­ins eft­ir að hann kom í heim­inn, en Birgitta Líf var þó dug­leg að ferðast á meðan hún var ófrísk og fór meðal ann­ars á Am­al­fi-strönd­ina á Ítal­íu, á 50 Cent tón­leika í Lund­ún­um, í jóla­ferð til New York-borg­ar og í skvísu­ferð til Par­ís­ar.

Ungi drengurinn verður án efa mikill að heimsborgari, alveg eins og móðir sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert