„Ég held að ég sé í rangri flugvél?“

Gerði nánast allt rétt en endaði á röngum flugvelli
Gerði nánast allt rétt en endaði á röngum flugvelli AFP

Óheppileg mistök urðu til þess að kona sem átti flug á Bretlandseyjum frá Manchester til Belfast var send í 12 tíma útsýnisflug yfir Evrópu. Þegar hin 25 ára Gemma Cargin fór um borð í flugvél EasyJet á sunnudaginn óraði henni ekki fyrir að hún væri á leiðinni í átt að apaklettunum við Gíbraltar.

Gemma Cargin segir: „Ég gekk beint að því hliði sem vélin mín átti að fara frá. Skjárinn við hliðið var bilaður og ég gat ekki vitað betur en að þetta væri rétt vél.“ Vissulega var Cargin á réttu hliði en hún vissi ekki að vélinni hennar var seinkað og EasyJet var að nota sama hlið fyrir brottför til Gíbraltar.

En mistökin liggja hjá starfsmönnum flugfélagsins á brottfararhliðinu. Starfsmaður skannar inn miðann hennar og áttar sig ekki á því að hann er að senda Gemmu Cargin í útsýnisflug yfir Evrópu. Þegar Cargin kemur um borð finnur hún sætið sitt og segist sofna samstundis. Vélin var hálftóm eins og eðlilegt er um þessar mundir en ef það hefði verið fullt um borð þá hefði það komið í veg fyrir þetta óhapp.

Gibraltar er breskt sjálfsstjórnarsvæði syðst á Spáni.
Gibraltar er breskt sjálfsstjórnarsvæði syðst á Spáni. Reuters

Þegar Cargin vaknar spyr hún flugáhöfnina hversu langt er þangað til þau lenda í Belfast, en henni fannst undarlegt að þau voru ekki byrjuð að lækka flugið þar sem flug frá Manchester til Belfast er ekki nema einn klukkutími. Þegar flugþjónninn segir Gemmu Cargin að það eru 75 mínútur í lendingu þá segir hún við flugþjóninn: „Ég held að ég sé í rangri flugvél.“

Ljósmynd/Meghna R

Á þessum tímapunkti áttar hún sig á því að hún er að fara lenda á suðurströnd Spánar á sama tíma og foreldrar hennar eru að bíða eftir henni á flugvellinum í Belfast í Norður-Írlandi. Hún segir að það hafi verið mikil ringulreið hjá henni og áhöfninni en henni hafi tekist að gera það besta úr aðstæðum. Hún fékk flug aftur tilbaka með sömu vélinni og tekur fram að nú getur hún merkt við Gíbraltar sem áfangastað sem hún hefur heimsótt.

Frétt Newsweek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert