Svona finnurðu falda myndavél í Airbnb-íbúð

Vinsældir Airbnb hafa aukist mikið undanfarin ár.
Vinsældir Airbnb hafa aukist mikið undanfarin ár. AFP

Vinsældir Airbnb hafa aukist mikið á síðustu árum og hefur leigumiðlunarvefurinn að stórum hluta breytt því hvernig fólk ferðast. Í kjölfar mikilla vinsælda hefur tilkynningum um faldar myndavélar í Airbnb-eignum aukist. 

Árið 2017 greindi karlmaður frá því á Twitter að samstarfsmaður hans hefði fundið falda öryggismyndavél með hreyfiskynjara í íbúð sem hann leigði á Airbnb. Atvikið vakti töluverða athygli en maðurinn sem fann myndavélina tilkynnti hana til Airbnb og hlaut í kjölfarið endurgreiðslu. Leigusalinn fór í bann á Airbnb. 

Bresk tikokstjarna, sem lýsir sjálfum sér sem fyrrverandi tölvuþrjóti, fór yfir hvernig hægt er að finna faldar myndavélar í Airbnb-íbúðum. 

Hann mælir með því að nota vasaljósið á símanum til að leita að myndavélum og lýsa vel á alla staði þar sem gætu leynst myndavélar. 

@malwaretech

Reply to @safarijackza How to find hidden cameras in AirBnBs ##safety ##travel

♬ original sound - Marcus Hutchins
mbl.is