Stunduðu kynlíf á borði í Airbnb-íbúð

Megan Fox og umrædd borð.
Megan Fox og umrædd borð. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Megan Fox ýjaði að því í færslu á Instagram að hún og kærasti hennar, rapparinn Machine Gun Kelly, hefðu sofið saman á borði í Airbnb-íbúð sem þau voru með á leigu. Leikkonan birti speglamynd á Instagram af sér standandi við borðið og skrifaði að þetta borð hefði séð ýmislegt. 

Rapparinn tók undir orð hennar í athugasemdum og skrifaði að hann væri virkilega ánægður að þau ættu þetta borð ekki. Síðar eyddi hann athugasemdinni en ekki án þess að skjáskot af henni næðust. 

Fox og rapparinn hafa sýnt ást og aðdáun sína á hvort öðru opinberlega eftir að þau tóku saman. Þá kyssast þau iðulega þegar þau eru á rauða dreglinum saman og sýna ást sína í bæði raunheimum og á netinu. 

mbl.is