Þetta eru bestu borgir í heimi árið 2021

San Francisco er besta borg í heimi að mati Time …
San Francisco er besta borg í heimi að mati Time Out. Ljósmynd/Pexels/Pixabay

San Francisco borg í Bandaríkjunum er besta borg í heimi árið 2021 samkvæmt skoðanakönnun timaritsins Time Out. Í öðru sæti er Amsterdam í Hollandi og því þriðja er Manchester borg í Bretlandi.

Time Out gerði rannsókn á meðal íbúa í fjölda borga víða um heim um mat, drykk, félagslíf og umhverfismál en 27 þúsund manns svöruðu í könnuninni. Time Out gerir slíka könnun árlega og gefur út lista með 37 borgum.

San Francisco lenti í efsta sæti meðal annars vegna hvernig brugðist var við kórónuveirufaraldrinum í borginni. 

10 bestu borgir í heimi

  1. San Francisco, Bandaríkjunum
  2. Amsterdam, Hollandi
  3. Manchester, Bretlandi
  4. Kaupmannahöfn, Danmörku
  5. New York borg, Bandaríkjunum
  6. Montreal, Kanada
  7. Prag, Tékklandi
  8. Tel Aviv, Ísrael
  9. Portó, Portúgal
  10. Tókýó, Japan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert