Ástrós og Adam í borg ástarinnar

Adam Helgason og Ástrós Traustadóttir fóru til Parísar um helgina.
Adam Helgason og Ástrós Traustadóttir fóru til Parísar um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dansarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir og kærasti hennar Adam Helgason nutu helgarinnar í París í Frakklandi.

Parið naut alls þess besta sem borgin hefur upp á að bjóða og skoðaði helstu ferðamannastaði. Þau snæddu meðal annars á veitingastaðnum Pink Mamma í 9. hverfi borgarinnar. Þau heimsóttu einnig listasafnið L'Atelier des Lumiéres sem er í 11. hverfi. 

Þau skoðuðu einnig Sacré-Cæur-kirkjuna sem trónir yfir borginni í 18. hverfi hennar.

mbl.is