Katrín Edda trúlofaði sig á Mallorca

Katrín Edda og Markús trúlofuðu sig á Mallorca.
Katrín Edda og Markús trúlofuðu sig á Mallorca. Skjáskot/Instagram

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og vélaverkfræðingur, er trúlofuð. Kærasti hennar, Markús Wasserbaech, fór á skeljarnar á Mallorca fyrir nokkrum vikum. Katrín Edda beið með að segja frá trúlofuninni á Instgram. 

„Jæja, kominn tími til að segja frá því hér líka að þessi hjartahlýi, yndislegi maður í hauskúpubol sem stendur á Shadow Conspiracy kom mér heldur betur á óvart í fjöllunum á Mallorca þegar hann fór á skeljarnar,“ skrifaði Katrín Edda á Instagram. „Ég sagði já.“

Katrín Edda var framan á Vikunni í síðustu viku. Hún sagðist ekki hafa verið að leita þegar hún kynntist Markúsi. „Fyrst þegar við hittumst fórum við í göngutúr saman í rólegheitunum og töluðum svo kannski ekki saman í þrjár vikur áður en við hittumst aftur. Það var aldrei nein pressa en eftir sex mánuði ákváðum við að vera saman,“ sagði Katrín Edda í Vikunni. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

mbl.is