Versti og besti maturinn við flugþreytu

Ljósmynd/Colourbox

Hélst þú upp á jólin í Flórída? Það getur reynst erfitt að jafna sig á tímamismuninum en þá er um að gera að borða rétta matinn. Ákveðinn matur getur haft góð áhrif á flugþreytu að sögn næringarfræðinga að því er fram kemur á vef The Sun. Það getur einnig haft góð áhrif að sleppa því að neyta ákveðinnar fæðu. 

Vatnsmelónur

Vatnsmelóna er eins og orðið gefur til kynna vatnsmikil. Það er mikilvægt að passa upp á að drekka nóg af vatni og innbyrða nóg af vatni í flugi. 

Gúrkur

Gúrkur eru rétt eins og vatnsmelónur fullar af vatni. Þær eru sagðar innihalda andoxunarefni sem hjálpa gegn bólgum sem bæta svefn. Það getur það komið í veg fyrir að fólk vakni upp um miðja nótt í nýju landi. 

Gúrkur innihalda mikið vatn.
Gúrkur innihalda mikið vatn. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Súr kirsuber

Súr kirsuber innihalda melatónín sem hjálpar fólki að sofa. Það er mjög mikilvægt að koma svefninum í lag þegar flugþreyta er annars vegar. 

Hnetur og fræ

Hnetur og fræ innihalda mikið af magnesíum sem stuðlar að betri svefni. 

Greipaldin

Ávöxturinn inniheldur mikið af C-vítamíni sem bætir svefn. 

Það getur reynst erfitt að snúa sólarhringnum við.
Það getur reynst erfitt að snúa sólarhringnum við. Ljósmynd/Colourbox

Rétt eins og að borða rétta matinn er mikilvægt að sneiða hjá óæskilegri fæðu og drykkjum. 

Kaffi

Það kemur kannski ekki á óvart að það þykir ekki sniðugt að drekka kaffi þegar lykilatriði er að ná góðum svefni.

Viðbættur sykur

Sykur er góður til þess að fá skyndiorku en fólk verður oft þreyttara en það var áður en það borðaði sykurinn.

mbl.is