Settu húsið á sölu og fóru til Kanarí

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.
Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.

Fjölmiðlakonan Vikt­oría Her­manns­dótt­ir og grínistinn Sól­mund­ur Hólm fóru til Kanaríeyja á dögunum. Parið setti húsið sitt á sölu í síðustu viku og skelltu sér heldur betur af bæ þegar opið hús fór fram á sunnudaginn. 

Parið á samtals fimm börn og eru þau öll með í ferðinni ásamt ömmum og afa. Sóli, eins og Sólmundur er kallaður, hefur verið duglegur að grínast í ferðinni á Instagram. Hann sagði til dæmis verðlagið á Kanarí afar ódýrt og sagði að hægt væri að fá merkjavörur á afar hagstæðu verði í sólinni. 

Smartland greindi frá því í síðustu viku að Viktoría og Sóli hefðu sett húsið sitt í Vesturbænum á sölu. Parið hef­ur staðið í mikl­um fram­kvæmd­um í hús­inu síðan það var keypt 2017.

Sóli Hólm er ánægður með verðlagið á Kanarí.
Sóli Hólm er ánægður með verðlagið á Kanarí. Skjáskot/Instagram
mbl.is