Lokað fyrir umferð ferðamanna í „dauðadalnum“

Þrátt fyrir stórbrotna náttúru þá er mælt gegn því að …
Þrátt fyrir stórbrotna náttúru þá er mælt gegn því að ferðamenn leggi leið sína að Kamchatka. Ljósmynd/Pexels/Alesia Kozik

Kamtsjatkaskaginn í Austur-Rússlandi er tiltölulega lítt þekktur staður út á jaðri. Þrátt fyrir stórbrotna náttúrufegurð sem prýðir skagann þá hefur hann ekki jafn stórfenglegt orð á sér. 

Kamtsjatkaskaginn hefur verið kallaður „dauðadalurinn“ um árabil vegna alls kyns dularfullra og óútskýrðra atburða sem hafa átt sér stað á svæðinu í gegnum tíðina. Sögur af atburðum og dauðsföllum sem orðið hafa þar má rekja langt aftur. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá. 

Dýrakirkjugarður

Síðustu ár og áratugi hafa ferða- og ævintýramenn freistað þess að heimsækja staðinn þar sem heillandi fjalllendi einkennir skagann. Sögusagnir af óvenjulegum atburðum hafa gert það að verkum að lítið er um mannaferðir er á svæðinu núorðið. Til dæmis segja sögur að tveir veiðimenn hafi lagt leið sína á svæðið og þegar þeir komu að heilu og hálfu hrúgunum af dauðum dýrum af hinum og þessum tegundum hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Skyndilega höfðu þeir báðir fundið fyrir óbærilegum höfuðverk þannig að þeir ákváðu að koma sér rakleiðis burt. Sú ákvörðun er talin hafa bjargað lífi þeirra.

Sumir líkja Kamtsjatka við dýrakirkjugarð því rotnandi hræ af dauðum dýrum má finna við hvert fótmál. Þá sjást engin ummerki um áverka eða sjáanlega sjúkdóma á dýrunum. 

Yfirvöld í Austur-Rússlandi telja „dauðadalinn“ hættulegan bæði mönnum og dýrum og hafa lokað fyrir alla umferð ferðamanna þangað.

mbl.is