Rómantískustu firðir landsins

Önundarfjörður.
Önundarfjörður.

Valentínusardagurinn er í dag og þá ræður ástin ríkjum. Sumir staðir eru einfaldlega rómantískari en aðrir staðir. Nokkrir firðir á Íslandi eru sérstaklega rómantískir. Fjöllin, bryggjurnar og dásamlegir veitingastaðir bæta upplifun þeirra sem ferðast með ástinni sinni. 

Önundarfjörður

Fjöllin ramma inn fallegan fjörðinn sem er sérstaklega rómantískur á sumrin. Gyllt strandlengja og gamaldags trébryggja í firðinum er einstaklega rómantísk. Í lok dags er tilvalið að keyra á Flateyri og fá sér að borða og drekka á Vagninum. 

Seyðisfjörður

Regn­boga­gat­an fyr­ir fram­an Seyðis­fjarðar­kirkju er rómantískur staður og mikilvægt að láta taka mynd af sér með ástinni á götunni. Á Seyðis­firði er líka að finna mörg fal­leg göm­ul hús sem gerð hafa verið upp af hrein­um fag­mönn­um.  

Seyðisfjörður.
Seyðisfjörður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarfjörður eystri

Afskekktur og rómantískur fjörður sem elskendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Á sumrin er hin margrómaða Bræðsla ómissandi. Gistiheimilið Blábjörg er frábært og njóta pottarnir mikilla vinsælda. Lundarnir bræða hjörtu fólks í Hafnarhólmanum og skiptir engu hvort fólk hefur sérstakan áhuga á fuglum eða ekki. 

Borgarfjörður eystri. Það er gott að skoða lunda í þorpinu.
Borgarfjörður eystri. Það er gott að skoða lunda í þorpinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fáskrúðsfjörður

Fáskrúðsfjörður er fallegur fjörður fyrir miðju Austfjarða. Bærinn er stundum kallaður Franski bærinn og ef eitthvað land er rómantískt þá er það Frakkland. Fjörðurinn er orðinn einn heitasti staðurinn á Austurlandi eftir að Fosshótel Austfirðir opnaði í gamla Franska spítalanum. 

Fáskrúðsfjörður.
Fáskrúðsfjörður. Ljósmynd/Booking
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert