Baðaði sig í Sky Lagoon fyrir tónleikana

Louis Tomlinson og félagar höfðu það gott í Sky Lagoon …
Louis Tomlinson og félagar höfðu það gott í Sky Lagoon í Kópavogi í gær. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Louis Tomlinson slakaði á og naut lífsins í Sky Lagoon í Kópavogi í gærdag. Tomlinson hélt tónleika í Origo-höllinni í gærkvöldi og virðist hafa náð fullkominni slökun áður en hann steig á svið. 

Tomlinson birti mynd af sér í Sky Loagoon ásamt félögum sínum síðdegis í gær, rétt um það leyti sem nokkuð myndarleg röð hafði myndast fyrir utan Valsheimilið en tónleikarnir hófust klukkan 20:00.

Tónlistarmaðurinn og fylgdarlið hans halda líklegast af landi brott í dag en hann heldur tónleika í Stokkhólmi í Svíþjóð á morgun og í Osló í Noregi á sunnudag. Á mánudag verður hann í Kaupmannahöfn í Danmörku. 

View this post on Instagram

A post shared by Louis Tomlinson (@louist91)mbl.is