Birkir og Sophie í Antalya á afmælisdaginn

Birkir Bjarnason og Sophie Gordon í Antalya
Birkir Bjarnason og Sophie Gordon í Antalya Ljósmynd/Instagram

Fótboltamaðurinn Birkir Bjarnason fagnar hækkandi aldri í Antalya í Tyrklandi ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Sophie Gordon. Parið hefur verið saman í rúm þrjú ár.

Birkir spilar með fótboltaliðinu Adana Demirspor í Tyrklandi. Þetta er í fyrsta skiptið sem þau halda upp á afmæli saman.

Birkir er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins og hefur spilað 107 landsleiki. Birkir er í landsliðshópnum sem spilar fjóra leiki núna í júní. Birkir er 34 ára og ferðavefurinn óskar honum til hamingju með daginn.

mbl.is