Lúxushótelið á Mykonos sem stjörnurnar elska

Ljósmynd/Hotels.com

Lúxus og töfrandi útsýni einkenna Kivotos hótelið á Mykonos í Grikklandi, enda er hótelið í sérstöku uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Shakiru, Heidi Klum og John Legend. Grísku eyjarnar hafa lengi verið vinsæll áfangastaður fræga fólksins, enda bjóða þær upp á afslappað andrúmsloft og einstaka fegurð. 

Stórbrotið útsýni og einstakt fjallalandslag hefur laðað ófáar Hollywood-stjörnur að grísku eyjunni. Söngkonan Shakira og fyrrum kærasti hennar, fótboltamaðurinn Gerard Piqué, gistu á hótelinu í byrjun sambands þeirra og náðust nokkrar myndir af þeim að slappa af við sundlaugina.

Árið 2014 nutu tónlistarmaðurinn John Legend og eiginkona hans Chrissy Teigen í botn á hótelinu, en fyrirsætan Heidi Klum hefur einnig verið tíður gestur á hótelinu, en hún var síðast þar sumarið 2021.

Hótelið er byggt í kletta við ströndina og óhætt að segja að staðsetningin sé einstök, en hugmyndin að hótelinu kviknaði fyrst árið 1993 þegar eigandi hótelsins fékk innblástur af fornum frönskum spegli sem hvíldi á hvítum vegg. 

Alls eru 41 herbergi á hótelinu og eru þau mis dýr, en á háannatíma kostar nóttin í dýrustu lúxussvítunni rúmlega 425 þúsund krónur, samkvæmt vef Daily Mail

Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
Ljósmynd/Hotels.com
mbl.is