Taska á ferðalagi um flugbrautina

Taskan fauk yfir flugbrautina á flugvellinum í San Francisco í …
Taskan fauk yfir flugbrautina á flugvellinum í San Francisco í Bandaríkjunum. Samsett mynd

Hvasst var á flugvellinum í San Francisco í Bandaríkjunum á þriðjudag. Svo hvasst að ferðataska fauk yfir flugbrautina og vakti athygli farþega. 

Ferðalangur nokkur, Declan Weir, deildi myndbandi af töskunni á flugbrautinni á Twitter. „Það er svo hvasst á SFO í dag að enginn vill fara í loftið, nema þessi taska,“ skrifaði hann við myndbandið. 

Seinkun varð á yfir 400 flugferðum til og frá flugvellinum á þriðjudag vegna veðurs og 80 ferðum var aflýst. 

Weir var um borð í vél Air Canada þegar hann tók eftir töskunni á flugbrautinni. Þá beið hann eftir að vélin gæti farið í loftið, en um klukkustundar seinkun varð á flugi hans vegna veðurs. 

mbl.is