Sefur ekki allsnakinn í flugi

Justin Theroux var í París á mánudaginn með leikkonunni Lauru …
Justin Theroux var í París á mánudaginn með leikkonunni Lauru Harrier. AFP

Hollywood-stjarnan Justin Theroux hikar ekki við að afklæða sig í löngu flugi til að koma sér betur fyrir. Hann er þó ekki alveg allsber í flugvélum eins og slúðurmiðill spurði fjölmiðlafulltrúa hans út í. 

Theroux minntist á þessa óvenjulegu fyrirspurn í hlaðvarpsþætti Jason Batemans. „Já, en þú aflklæðist í flugvélum,“ sagði Bateman þá við Theroux. Bateman útskýrði betur hegðun sína í flugvélum í viðtali við Esquire. 

Theroux segist fækka fötum í löngum flugvélum en hann flýgur auðvitað ekki um í venjulegu farrými heldur hefur fyrir sig hálfgerðan klefa sem hægt er að liggja í. Eitt skipti var hann á ferðalagi með leikaranum Jason Bateman og tók Bateman eftir aðferðum hans. „Ég held ég hafi farið úr skyrtunni og kannski úr buxunum. En ég var pottþétt í einhverju undir. Og ég breiddi yfir mig og fór að sofa,“ sagði Theroux þegar hann útskýrði atvikið. 

Leikarinn segir að Bateman félagi hans hafi komið til hans í fluginu og spurt hvað væri í gangi. „Hann var í náttfötum frá toppi til táar, í inniskóm og með tannbursta í munninum. Og ég var með teppi. Svo allavega, það var í rauninni rétt að ég svaf nakinn í flugvél en samt ekki alveg nakinn.“

Það eru ekki allir sem fara úr fötunum eins og hann. „Ef þetta er langt næturflug þá er ég ekki að fara sofna í gallajakkanum mínum.“

Jason Bateman og Amanda Anka. Bateman er í náttfötum í …
Jason Bateman og Amanda Anka. Bateman er í náttfötum í löngum næturflugum. AFP/JOHN LAMPARSKI
mbl.is