Staðir úr ævintýra- og vísindamyndum sem þú getur ferðast til

Hægt er að skoða ýmsa staði úr ævintýra- og vísindamyndum …
Hægt er að skoða ýmsa staði úr ævintýra- og vísindamyndum víða um heim. Samsett mynd

Í ævintýra- og vísindakvikmyndir má oftar en ekki sjá gríðarlega fallegt landslag og margir áhorfendur vildu óska þess að hægt væri að heimsækja suma staðina. Það getur þó verið erfitt að ímynda sér að þeir séu í raun til, sérstaklega í ljósi þess að við lifum á mikilli tækniöld s þar sem er hægt að búa til nánast hvað sem er með tölvutækninni.

Hér eru sex staðir úr ævintýra- og vísindakvikmyndum sem þú getur í raun ferðast til.

Al Khazhne í Petra, Jórdaníu

Hefur þig einhvern tímann dreymt um að búa í sama heimi og ævintýramyndin Indiana Jones and the Last Crusade gerist í? Þá getur þú ferðast til Jórdaníu til að fá smjörþefinn af þeim heimi. Al Khazneh-musterið í Petra birtist í myndinni undir nafninu Canyon of the Crecent Moon, eða gljúfur hálfmánans upp á íslenska tungu. Þó þú getir ekki fundið hinn heilaga gral hér, þá er þetta sandsteinshof fullkominn staður fyrir áhugafólk um sögu og kvikmyndir.

Al Khazhne-musterið í Petra, Jórdaníu.
Al Khazhne-musterið í Petra, Jórdaníu. Unsplash/Juli Kosopolova

Hanapepe-dalurinn á Kauai-eyju, Hawaii

Kvikmyndin Jurassic Park var að mestu leyti tekin upp á eyjunni Kauai, sem tilheyrir Hawaii-eyjaklasanum. Í hvert sinn sem þú sérð foss eða þyrlu fljúga yfir í myndinni hefur það líklegast verið tekið upp við Manawaiopuna-fossana í Hanapepe-dalnum. Ferðamenn geta farið í þyrluflug yfir dalinn og þykir það frábær upplifun, jafnvel þótt engar risaeðlur sé þar að sjá.

Hanapepe-dalurinn á Kauai-eyju, Hawaii.
Hanapepe-dalurinn á Kauai-eyju, Hawaii. Shutterstock/Jordan Tan

Hook & Ladder Company 8 slökkviliðsstöðin í Tribeca, New York-borg

Þessi slökkviliðsstöð í Tribeca-hverfinu í New York-borg var notuð sem höfuðstöðvar draugabananna í kvikmyndinni Ghostbusters. Stöðina er enn hægt að skoða í dag á ferðalagi um borgina og var hún nýlega uppgerð.

Slökkviliðsstöðin úr Ghostbusters, í Tribeca-hverfinu í New York-borg.
Slökkviliðsstöðin úr Ghostbusters, í Tribeca-hverfinu í New York-borg. Unsplash/Jonathan Ford

Hatley-kastalinn í British Columbia, Kanada

Hatley-kastalinn kanadíski hefur verið notaður í ýmsum kvikmyndum og þáttum, þar á meðal Smallville, Poltergeist og Deadpool. Hann er þó hvað þekktastur fyrir að vera notaður sem skóli Xaviers fyrir hæfileikarík ungmenni í kvikmyndaröðinni um X-Men.

Hatley-kastalinn í Kanada.
Hatley-kastalinn í Kanada. Pexels/Vlad Vasnetsov

Christchurch-dómkirkjan í Oxford, Englandi

Hvaða aðdáanda Harry Potter hefur ekki langað að sækja Hogwarts heim? Þú kemst ekki nær því en með því að fara til Oxford í Englandi. Dómkirkjan þar á bæ var nefnilega notuð fyrir sem grunnurinn að Hogwarts í tökum utandyra. Töfrar kvikmyndatækninnar breyttu henni svo í skólann sem frægasti galdrastrákur í heimi sótti menntun sína.

Dómkirkjan í Oxford, Englandi.
Dómkirkjan í Oxford, Englandi. Unsplash/Shayna Douglas

Getty-listamiðstöðin í Los Angeles, Bandaríkin

Getty-listamiðstöðin í Los Angeles vekur jafnan athygli fyrir framúrstefnulega hönnun sína. Svo mikla að hún var notuð sem höfuðstöðvar Stjörnuflotans í Stark Trek: Into Darkness, þar sem Kirk kafteinn og Spock mættu til vinnu. Gestir safnsins geta því ekki eingöngu notið listarinnar sem það hefur að geyma, heldur geta þeir ímyndað sér að fara í dirfsku sinni þangað sem enginn maður hefur farið áður.

Getty listamiðstöðin í Los Angeles, Bandaríkjunum.
Getty listamiðstöðin í Los Angeles, Bandaríkjunum. Unsplash/Kim Stewart
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert