Reykjavík á lista yfir öruggustu ferðastaði fyrir hinsegin konur

Eftirfarandi áfangastaðir eru þeir sem ferðavefur Skyscanner telur hafa eitthvað …
Eftirfarandi áfangastaðir eru þeir sem ferðavefur Skyscanner telur hafa eitthvað sérstakt fram að færa fyrir hinsegin konur. Samsett mynd

Á Íslandi fögnum við fjölbreytileikanum árið um kring og gleðjumst með vinum okkar í hinsegin samfélaginu á hinsegin dögum sem haldnir eru í ágúst ár hvert. Reykjavík er alkunn fyrir gleðigönguna og borgarbúar flestallir þekktir fyrir víðsýni og manngæsku í garð annarra enda komst borgin á lista Skyscanner yfir öruggustu og skemmtilegustu ferðastaði fyrir hinsegin konur og fólk. 

Því miður eru ekki allir með þetta opið hugarfar en eftirfarandi áfangastaðir eru þeir sem ferðavefur Skyscanner telur hafa eitthvað sérstakt fram að færa fyrir hinsegin konur.

Manchester, England

Öllum er frjálst að koma og vera í Manchester. Þar fá allir að vera í friði án mismununar af nokkru tagi. Borgin er þekkt fyrir Canal Street Gay Village en það er gata í miðborg Manchester með ótal hinsegin veitingastaði og bari. Vanilla er vinsælasti lesbíubarinn í borginni og iðar af lífi öll kvöld. 

Fyrir forvitna og söguþyrsta ferðalanga er í boði menningaganga um Manchester sem undirstrikar sögu hinsegin fólks í borginni og er einnig hægt að heimsækja The People's History Museum, sem er reglulega með sögusýningar og dagskrá fyrir hinsegin fólk. 

Falleg hótel er að finna víðs vegar um borgina en Velvet–hótelið við Canal Street býður upp á rúmgóð herbergi með fallegum baðkörum til að slaka á í eftir ævintýri dagsins. 

Manchester er þekkt fyrir Canal Street Gay Village en það …
Manchester er þekkt fyrir Canal Street Gay Village en það er gata í miðborginni með ótal hinsegin veitingastaði og bari. Ljósmynd/Jakob Cotton

Höfðaborg, Suður–Afríka

Íbúar í Suður–Afríku taka hvað best á móti hinsegin fólki af öllum stöðum á meginlandi Afríku. Það er því kjörið að skella sér í skemmtilegt akstursferðalag um þessa ævintýralegu og menningarríku staði og keyra frá Jóhannesarborg til Durban og þaðan áleiðis til Höfðaborgar. 

Strandborgin býr yfir töfrandi náttúrufegurð og kærkomnu hinsegin samfélagi. Í borginni er að finna safarífyrirtækið Wild Rainbow African Safaris en það er í eigu Jody Cole en hún er hinsegin og býður öðrum hinsegin konum upp á stórfenglegar upplifanir í afrísku náttúrunni. 

Waterfront Table Bay–hótelið er fimm stjörnu lúxushótel með falleg útsýni yfir höfnina, Table Mountain og Atlanshafið. 

Hinsegin konur í safaríferð í Höfðaborg.
Hinsegin konur í safaríferð í Höfðaborg. Ljósmynd/Jody Cole

Portland, Oregon

Portland er borg sem er þekkt fyrir framsækið viðhorf og líflegt hinsegin samfélag. Hún hefur stundum verið kölluð samkynhneigðasta borg Bandaríkjanna. Portland er þekkt fyrir að vera mikil menningarborg en list, leikhús og tónlist eru þar í hávegum höfð og því nóg um að vera. 

Í borginni er að finna krár og kaffihús á hverju horni en barinn The Sports Bra er eini íþróttabarinn í öllum Bandaríkjunum sem sýnir eingöngu frá íþróttaviðburðum kvenna og hefur hann vakið mikla athygli. Doc Marie's er nýjasti lesbíubarinn í borginni og er með fjölbreytta dagskrá öll kvöld vikunnar, allt frá Queeraoke til Queer Prom. 

Portland hefur verið kölluð samkynhneigðasta borg Bandaríkjanna.
Portland hefur verið kölluð samkynhneigðasta borg Bandaríkjanna. Ljósmynd/Mercedes Mehling

Reykjavík, Ísland

Ísland, landið okkar, býður upp á óteljandi afþreyingar og skemmtileg tækifæri til þess að skyggnast inn í þennan ævintýraheim sem hefur heillað ferðalanga um árabil. Bláa lónið er einn frægasti ferðamannastaður landsins og The Retreat at Blue Lagoon er hinn fullkomni gististaður fyrir þá sem vilja hina endurnærandi heilsulindarupplifun sem lónið er þekkt fyrir. 

Hinsegin dagar eru frábær leið til þess að fagna hinseginleikunum og tengjast öðru hinsegin fólki sem ferðast alls staðar að úr heiminum til þess að taka þátt í þessari litríku og kærleiksríku hátíð. Af hverju er Ísland einn besti áfangastaðurinn fyrir hinsegin fólk? Vegna þess að jafnrétti kynjanna er hvað mest á Íslandi og borgarbúar eru duglegir að fagna fjölbreytileikanum í allri sinni mynd. 

Það er ávallt rómantík í lóninu.
Það er ávallt rómantík í lóninu. Ljósmynd/Steph Burlton

New York–borg

New York–borg er algjör suðupottur ólíkra menningarheima og hinsegin samfélagið þar er eitt það stærsta og líflegasta í heiminum. Í borginni er að finna fjölmarga bari, klúbba og félagasamtök rekin af meðlimum hinsegin samfélagsins. 

Það er mikilvægt að heimsækja Stonewall Inn en það er sögulegur staður í borginni þar sem Stonewall–óeirðirnar áttu sér stað árið 1969. Óeirðirnar eru almennt álitnar vatnaskilin sem breyttu frelsishreyfingu hinsegin fólks og baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. 

Í borginni er að finna fleiri bari fyrir lesbíur og hinsegin viðburði en í öllum öðrum borgum Bandaríkjanna samanlagt. Miðvikudags-dansveislan í The Woods í Williamsburg með DJ Amber Valentine er ómissandi partí. Scope Tonight heldur einnig mánaðarleg danspartí með stjörnumerkjaþemu. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma að heimsækja helstu kennileiti borgarinnar, Empire State-bygginguna, Frelsisstyttuna og Times Square. 

Stonewall Inn í Greenwich-hverfinu er sögufrægur staður.
Stonewall Inn í Greenwich-hverfinu er sögufrægur staður. Ljósmynd/Christopher Street

Tókýó, Japan

Tókýó er ein þeirra borga sem sofa aldrei. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera í Tókýó, allt frá því að skoða musteri og helgidóma borgarinnar yfir í að versla í heimsklassa verslunarkjörnum og hverfum. Shibuya Crossing er örugglega eitt af þekktustu aðdráttaröflum borgarinnar og eitt af því sem ferðalangar verða að upplifa. Shibuya eru fjölförnustu gatnamót í heimi en um og yfir 3.000 manns fara yfir gangbrautina í hvert sinn er ljósin verða græn. 

Hinsegin konur ættu að heimsækja Goldfinger en barinn er í Shinjuku Ni–chome-hverfinu sem er þekkt hinsegin hverfi í Tókýó. Cocolo Café er einnig vinsælt hinsegin afdrep en þar fær maður 18 mismunandi tegundir af tei, víetnamskt kaffi og heimabakaða ávaxtatertu.

Í borginni er eitt fallegasta hótel í heimi, Mandarin Oriental. Það er þekkt fyrir nútímalegan japanskan stíl, afslappað andrúmsloft og töfrandi útsýni yfir Tókýó. 

Shibuya Crossing, frægustu gatnamót í heimi.
Shibuya Crossing, frægustu gatnamót í heimi. Ljósmynd/Ryoji Iwata
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert