Er þetta fallegasta lestarferðin í Evrópu?

Lestin frá Osló til Bergen tekur um sex og hálfan …
Lestin frá Osló til Bergen tekur um sex og hálfan klukkutíma. Unsplash.com/Miguel

Lestarferðir eru að verða sífellt vinsælli ferðamáti. Ferðamenn kjósa lestarferðir umfram aðra samgöngumáta til þess að upplifa ferðalagið í hægari takti en áður.

Veftímaritið Travel & Leisure mælir með því að fólk sem vill upplifa stórbrotið landslag horfi til Noregs þegar kemur að lestarferðum. Þar er lest sem fer upp í fjöll, í um fjögur þúsund fet yfir sjávarmáli frá Osló til Bergen. Ferðalagið tekur um sex og hálfan klukkutíma og stoppar á 21 stað. Ferðalangar geta því hoppað út hvar sem er og skoðað sig um í litlum smábæjum á leiðinni. Hafið svo ferðalagið aftur á nýjan leik með næstu lest.

Á leiðinni má reikna með að sjá fjöll, dali, ár og firði. Svo er sagt að það skipti ekki máli hvenær árs maður fer í lestarferðina, náttúrufegurðin standi alltaf fyrir sínu. Þá má geta þess að Noregur státar einnig af fjölbreyttu dýralífi og þar búa til dæmis um níu þúsund hreindýr og telst ein stærsta hreindýrahjörð Evrópu.

Reynslumiklir ferðalangar segja að best sé að sitja vinstramegin í lestinni þegar maður fer frá Osló til Bergen (þegar maður snýr í akstursátt lestarinnar) en hægra megin á leiðinni til baka. Á vinsælum ferðadögum getur verið uppselt í lestina þannig að mælt er með því að bóka fyrirfram.

Hægt er að stoppa í litlum norskum smábæjum á leiðinni.
Hægt er að stoppa í litlum norskum smábæjum á leiðinni. Unsplash.com/ajent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert