Umhverfisvæna unga fólkið

Auðunn Orri Elvarsson fyrrverandi skiptinemi og núverandi sjálfboðaliði AFS skiptinemasamtakanna …
Auðunn Orri Elvarsson fyrrverandi skiptinemi og núverandi sjálfboðaliði AFS skiptinemasamtakanna er í forsvari fyrir Umhverfisviku AFS. mbl.is/einkasafn

Unga fólkið mun jörðina erfa og frábært hve margt ungt fólk er meðvitað um umhverfisvernd. Á morgun hefst umhverfisvika skiptinemasamtakanna AFS en markmið vikunnar er að  vekja áhuga fólks á sjálfbærum lifnaðarhætti og umhverfisvænum hugsanahætti.

Auðunn Orri Elvarsson, fyrrverandi skiptinemi og núverandi sjálfboðaliði samtakanna sagði í samtali við Fjölskylduna á mbl.is að hugmyndin að vikunni hafi sprottið úr öðru verkefni síðasta september sem tengdist ungmennaskiptum í Þýskalandi. Þau sem fóru utan, m.a. Auðunn Orri, lærðu mikið í tengslum við umhverfisvernd í þessum skiptum og vildu koma því á framfærði hélendis og þannig varð hugmyndin að umhverfisvikunni til.  

Umvherfisvika skiptinemasamtakanna AFS er framundan en markmið vikunnar er að …
Umvherfisvika skiptinemasamtakanna AFS er framundan en markmið vikunnar er að vekja áhuga fólks á sjálfbærum lifnaðarhætti og umhverfisvænum hugsanahætti. mbl.is/einkasafn

„Tilhögun verðum þannig að á hverju kvöldi út vikunna verður fjallað um það á fræðandi og skapandi hátt hvernig hægt sé að vera  umhverfisvænni og sjálfbærari í sínu daglega lífi. Til dæmis verður mánudagurinn frekar rólegur. Vikan verður kynnt og hægt að horfa á heimildarmynd til að fá hvatningu og fræðslu um loftslagsbreytingar almennt. Á þriðjudeginum verður fjallað um mat og matarsóun. Við kennum einnig fólki að elda nokkrar uppskriftir af réttum með vistvænum hráefnum. Á miðvikudeginum fáum við kynningu frá Rauða Krossinum um fatasöfnunarprógrammið þeirra. Við verðum svo með saumavélar því við ætlum að laga/endurnýta gömul/rifin föt fyrir þá sem vilja. Tölum líka um „fast og slow fashion“. Á fimmtudeginum lærum við að búa til ýmiskonar heimagerðar vörur; aðallega snyrti- og hreinlætisvörur. Það verður líka einhver fræðsla um vörur í vistvænu samhengi. Svo stefnum við því á að föstudeginum að fá vistvænan veitingastað til að kynna sína  umhverfisstefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert