Þekkir þú Jahara vatnsmeðferð?

mbl.is/einkasafn

Ný tegund af vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn er nú í boði hérlendis og ber það heitið Jahara en um er að ræða aðferð þar sem börn og foreldrar eru saman í vatni. Aðferðin samanstendur af síendurteknum hringlaga hreyfingum og mildum samfelldum toghreyfingum fyrir hryggsúluna sem léttir á stoðkerfinu, taugakerfinu og vöðvum, losar um liðamót og vöðva og mildar verki.

mbl.is/einkasafn

Aðferðin gefur foreldrum og fagfólki í vatni leið til að hreyfa sig og stilla líkamann sem best af í vatninu til að auðga samveru sína með barninu. Upplifunin veitir vellíðan, gleði og eflir núvitundartengsl við barnið á djúpan og gefandi hátt. 

Hreyfingarnar eru hægar, róandi og auka vellíðan þeirra sem gefa og barnsins sem þiggur. Námskeiðið er fyrir hvern sem er, það er það þarf ekki að hafa neinn grunn en það verður haldið þann  29. og 30. júní nk í Lágafellslaug.  

mbl.is/einkasafn

Valerie Gaillard er hingað komin til að kenna Jahara en hún er með próf í bókmenntafræði og lagði áherslu á japanska menningu í háskólanum í Genf. Hún talar sjö tungumál en þrátt fyrir námið og tungumálaþekkinguna liggur megináhugi hennar í því að kenna og vinna við Jahara, Zen Shiatsu og tælenskt nudd.

Valerie Gaillard
Valerie Gaillard mbl.is/einkasafn

Hún lærði í alþjóðlega Shiatsu skólanum í Kiental í Sviss, svo með japönskum meisturum í Tókíó þar sem hún bjó í 3 ár. Hún hefur dvalið fjórum sinnum í Tælandi til að sérhæfa sig í nuddi sem er runnið úr menningunni þar. Hún hóf feril sinn sem kennari í austrænum meðferðum árið 1992 og er enn að. Valeri uppgötvaði Jahara árið 2000 og það opnaði möguleika fyrir henni sem meðferðaraðila. Hún lærði í m.a. í  Argentínu, Kosta Ríka, Brasilíu, Bandaríkjunum með Mario Jahara, stofnanda Jahara sem og öðrum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert