Óttaðist að Serena myndi deyja eftir fæðingu

Alexis Ohanian, eiginmaður Serenu Williams, að fylgjast með ástinni sinn …
Alexis Ohanian, eiginmaður Serenu Williams, að fylgjast með ástinni sinn á tennismóti. Greinilega að springa úr stolti. Ljósmynd/skjáskot

Alexis Ohanian, einn stofnenda vefsíðunnar Reddit og eiginmaður tennisstjörnunar Serenu Williams, deildi nýlega á Instagram þeim ótta sem hann hefur upplifað mestan í lífinu. Hann óttaðist verulega um líf sinnar ástkæru konu eftir að hún eignaðist fyrsta barn þeirra hjóna fyrir 10 mánuðum. Fæðingin gekk illa en dóttir þeirra fæddist eftir bráðakeisara og þurfti Serena að fara í aðgerð eftir fæðinguna sjálfa.

Alexis tjáði sig með einkar ástríkum hætti um að hann gæti ekki verið stoltari af Serenu þrátt fyrir nýlegt tap hennar á tennisvellinum í lokakeppni kvenna á Wimbledon síðastliðinn laugardag. Hann sagði að nokkrum dögum eftir að dóttir þeirra hjóna hefði fæðst hefði hann kysst konu sína bless og óskað henni velfarnaðar í skurðaðgerð sem hann óttaðist að hún myndi ekki lifa af. Við óskuðum þess eins að hún myndi lifa aðgerðina af en núna, 10 mánuðum síðar, tekur hún þátt á stórmóti á Wimbledon. Hann sendi kveðju til sigurvega einvígisins, Angelique Kerber, en bætti við að hann væri sannfærður um að @serenawilliams tæki við verðlaunum fyrir tennisleik fljótlega en heima biðu stórkostlegustu verðlaunin. Fjölskyldan veit að  hún mun vinna til margra verðlauna, því hún er bara rétt að byrja og ég gæti ekki verið stoltari.  

 Færsla Alexis á Instagram

 Hjónin á góðri stund með Olympiu litlu í Frakklandi




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert