Erfitt að missa fóstur 17 ára

Söngkonan Pink á í dag tvö börn en leið lengi …
Söngkonan Pink á í dag tvö börn en leið lengi illa með líkama sinn. mbl.is/AFP

„Síðan ég var 17 hef ég hatað líkama minn og það er eins og líkami minn hafi hatað mig,“ syngur sönkonan Pink í laginu Happy á nýrri plötu sinni. Í þessum texta syngur Pink um fósturlát eins og hún greinir frá í viðtali við USA Today en hún segir fósturlátið hafa reynst henni erfitt. 

„Ég ætlaði að eiga þetta barn. En þegar þetta kemur fyrir konu eða unga stúlku þá líður þér eins og líkami þinn hati þig og líkami þinn sé ónýtur og sé ekki að gera það sem hann eigi að gera. Ég hef misst nokkur fóstur eftir þetta svo það er mikilvægt að tala um það sem maður skammast sín fyrir, hver þú virkilega ert og það sársaukafulla,“ segir Pink um textann og segir þessa sýn vera leiðarljósið í öllum textaskrifum sínum.  

Pink fór ekki að vinna í sjálfri sér fyrr en fimm árum seinna eða þegar hún var 22 ára og segir hún það hafa hjálpað henni mikið að vera í ráðgjöf en hún er enn hjá sama meðferðaraðilanum. 

Söngkonan verður fertug á árinu og hefur verið gift mótorhjólakappanum Carey Hart síðan árið 2006. Hjónin eignuðust sitt fyrsta barn árið 2011 en í desember árið 2016 eignuðust þau svo sitt annað barn. 

Pink ásmt eiginmanni sínum og barnsföðu Carey Hart.
Pink ásmt eiginmanni sínum og barnsföðu Carey Hart. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert