Helgi Björns syngur fyrir fyrsta barnabarnið

Helgi Björns flutti einstaklega fallegt lag sem hann samdi fyrir fyrsta barnabarnið sitt. Lagið flutti hann í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans um verslunarmannahelgina.

„Við ætlum að flytja fallegt, rólegt lag sem ég skrifaði fyrir fyrsta barnabarnið,“ sagði Helgi Björns en lagið heitir Ljósið vaknar.

Hér er textinn fyrir Ljósið vaknar: 

Ljósið vekur þig

kitlar nefbroddinn

farðu að vakna, anginn minn

dagurinn bíður, engillinn, úhhh

Tegir þig til mín

úr lágri vöggunni

sjá þessa fingur, vina mín  

þeir vilja benda, á afa sinn

Ég hef lofað að vernda þig gegn     

myrkri og martröðum,  

við þótt birti af degi

þá kemur alltaf nótt á ný.  

Og þó að vængirnir beri þig hærra en hæstu     

skýin á himninum  

viltu passa þig vina það

gustar oft í loftun.  

Veröldin er ný

og morgunskíman hlý

hvað viltu gera, anginn minn

dagurinn bíður, ylfingur  

Ég hef lofað að vernda þig gegn     

myrkri og martröðum,  

við þótt birti af degi

þá kemur alltaf nótt á ný.  

Og þó að vængirnir beri þig hærra en hæstu     

skýin á himin  um,  

viltu passa þig vina það

gustar oft í loftunum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert