Vonin um að eignast eigið barn úti

Lena Dunham hefur átt í erfiðleikum með að eignast barn.
Lena Dunham hefur átt í erfiðleikum með að eignast barn. AFP

Girls-stjarnan Lena Dunham opnaði sig um baráttu sína við ófrjósemi í grein á vef Harper's Magazine. Dunham sem er 34 ára hefur þurft að fara í legnám og látið fjarlægja annan eggjastokk. Hún þurfti að sætta sig við þá erfiðu staðreynd fyrr á árinu að hún myndi ekki eignast barn sem væri líffræðilega hennar. 

Dunham hafði freistaði þess að nýta egg úr öðrum eggjastokk sínum og fá sæðisgjafa og staðgöngumóður til að ganga með barnið. Dunham var búin að fara í eggheimtu og var að klára lögfræðipappíra í maí þegar læknirinn hringdi með slæmar fréttir. Læknirinn sagði henni að aðeins hefði verið hægt að nota eitt af sex eggjum hennar en því miður reyndist það með litningagalla. 

Leikkonan talar mikið um konur sem kalla sig tæknifrjóvgunarstríðsmenn sem eru virkar á samfélagsmiðlum. Mantra þeirra er að gefast ekki upp á því að eignast sitt eigið barn. Dunham er hins vegar búin að gefa upp vonina. Vonin um að verða móðir er enn sterk en hún ætlar ekki að hefja tæknifrjóvgunarferli aftur. 

„Það er margt sem þú getur leiðrétt í lífinu. Þú getur hætt í sambandi, orðið edrú, orðið alvarleg, beðist afsökunar en þú getur ekki neytt heiminn til þess að gefa þér barn sem líkami þinn hefur alltaf sagt að væri ómögulegt. Veik dýr deyja í skóginum þegar félagar þeirra hlaupa á undan. Slæm egg klekjast ekki út. Þú getur ekki breytt náttúrunni,“ sagði Dunham. 

Grein Dunham á vef Harper's. 

Lena Dunham.
Lena Dunham. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert