Birgitta og Enok tilkynntu kynið með þyrlu

Parið á von á dreng.
Parið á von á dreng. Samsett mynd

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, og Enok Jónsson eiga von á dreng. Greindu þau frá kyni barnsins með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk en þyrlan flaug yfir sjónum fram hjá íbúð þeirra í Skuggahverfinu í dag. 

Parið, sem á von á sínu fyrsta barni saman, tjaldaði öllu til í kynjaveislunni í dag líkt og Birgitta hefur sýnt frá á samfélagsmiðlum í kvöld. Merkti hún fjölda fyrirtækja í færslurnar sem lögðu hönd á plóg við að gera daginn ógleymanlegan fyrir hina verðandi foreldra.

mbl.is